Raunhæft er að hefja rafknúið innanlandsflug innan fárra ára á Íslandi. Til þess þarf að byggja upp innviði og undirbúa flugið á margvíslegan hátt, ekki síst m.t.t. öryggis.
Þetta segir Maria Fiskerud, þróunarsérfræðingur hjá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace, en fyrirtækið vinnur að þróun rafknúinna flugvéla fyrir innanlandsflug.
Fiskerud leiðir jafnframt norræna rafmagnsflugvélaverkefnið (Nordic Network for Electric Aviation (NEA)) sem ætlað er að hraða innleiðingu rafknúinna flugvéla á Norðurlöndunum.
Verkefninu var ýtt úr vör í október 2019 og rann fyrsti hluti sitt skeið í júní 2022. Nú er annar hluti verkefnisins í gangi og felur meðal annars í sér undirbúning áfangastaða fyrir rafknúnar flugvélar með því að kortleggja nauðsynlegar breytingar á innviðum.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu á laugardag, 1. júní.