Hermann Nökkvi Gunnarsson
Fyrsti þingfundur síðan 17. maí hófst með því að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, óskaði nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til hamingju með kjörið.
Minnti Birgir á að samstarf þings og forseta væri mikið og bað hann svo þingið um að rísa upp úr sætum til að staðfesta orð hans og risu þá þingmenn úr sætum sínum. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars óundirbúinn fyrirspurnatími.
Athygli vakti í morgun þegar fundi allsherjar- og menntamálanefndar var óvænt frestað án útskýringa. Til stóð að afgreiða útlendingafrumvarpið úr nefndinni í dag.