Skjálftahrina við Húsmúla

Skjálftahrinan hófst upp úr klukkan níu í morgun.
Skjálftahrinan hófst upp úr klukkan níu í morgun. Kort/Map.is

Lítil skjálftahrina hófst við Húsmúla, skammt frá Hellisheiðarvirkjun, upp úr klukkan níu í morgun.

Alls hafa 49 skjálftar mælst á þessu svæði síðasta sólarhringinn en hrinan stóð sem hæst milli klukkan 9 til 14. Stærsti skjálftinn mældist á tíunda tímanum í morgun og var sá 2,9 að stærð.

Hrinan stendur enn yfir þó dregið hafi verulega úr krafti hennar.

Ekki vegna niðurdælingar

Jarðvísindamenn Veðurstofu telja skjálftana ekki til komna vegna niðurdælingar við Hellisheiðarvirkjun.

„Þetta er bara strangheiðarleg skjálftahrina,“ segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og bætir við að svæðið sé mjög virkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert