Skjálftahrinu við Húsmúla virðist vera lokið að sinni.
Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, staðfestir það í samtali við mbl.is.
Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag að hrina skjálfta hefði mælst við Húsmúla, nærri Hellisheiðarvirkjun.
Jarðvísindamenn Veðurstofu telja skjálftana ekki til komna vegna niðurdælingar við Hellisheiðarvirkjun.