Vara við kaupum frá netverslunum utan Evrópu

Sendingum frá kínverskum netverslunum til landsins fer fjölgandi.
Sendingum frá kínverskum netverslunum til landsins fer fjölgandi. Ljósmynd/Colourbox

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varar við kaupum á vörum frá netverslunum utan Evrópu. Stofnunin segir vörur sem seldar eru utan Evrópu oft ekki uppfylla öryggiskröfur.

Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir enn fremur að varast skuli grunsamlega lágt vöruverð sem gjarnan er auglýst á samfélagsmiðlum. Slíkt geti bent til að í vörunum séu hættuleg efni og að nauðungarvinna liggi að baki framleiðslu þeirra.

Í tilkynningunni bendir stofnunin á að mjög ódýrar vörur frá netverslunum utan Evrópu uppfylla að öllum líkindum ekki kröfur sem gerðar eru til þeirra í Evrópu og brýnir að mikilvægt sé fyrir neytendur að vera gagnrýnir á erlendar netverslanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert