Vegum lokað vegna veðurs

Það snjóar á Blönduósi, en þessi mynd var tekin þar …
Það snjóar á Blönduósi, en þessi mynd var tekin þar nú síðdegis. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Ákveðið hefur verið að loka hinum ýmsu vegum vegna óveðursins sem á að skella á nú seinnipartinn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi.

Hringveginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi verður lokað frá klukkan 20:00 í kvöld. Það sama á við um hringveginn um Öxnadalsheiði en honum verður lokað klukkan 22:00. Þá er talið líklegt að vegum verði lokað á Suðausturlandi, milli Skaftafells og Djúpavogs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Búist er við því að veður versni eftir því sem líður á daginn og gæti veðrið staðið fram á föstudag. Reiknað er með ofankomu og sviptivindum, þá meira að segja af þeim toga sem sjást oftast aðeins á veturna.

„Auk hríðarveðurs norðan- og norðaustanlands er vakin athygli á sviptivindum suðaustanlands með NV-átt frá því í kvöld. Foráttuhvasst verður á milli Hafnar og Djúpavogs, en hviður yfir 30 m/s frá Eyjafjöllum og austur á Reyðarfjörð,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Veðurvefur mbl.is

Hringveginum um Möðrudalsöræfi verður lokað.
Hringveginum um Möðrudalsöræfi verður lokað. mbl.is/Mynd úr safni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert