Víða má sjá snjó til fjalla á 39. degi sumars

Snæviþakin Esja á þrítugasta og níunda degi sumars.
Snæviþakin Esja á þrítugasta og níunda degi sumars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víða má sjá snjó til fjalla þennan þrítugasta og níunda dag sumars og marga hryllir við. Það er þó útlit fyrir hlýnandi veður um næstu helgi og líkur á að snjórinn hörfi um svipað leyti. 

Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta stafa af kaldri lægð sem liggur yfir landinu og þeirri norðanátt sem verður viðvarandi þessa vikuna. 

„Það er útlit fyrir fremur kalt veður næstu daga,“ segir Katrín og bætir við að það verði mildast sunnanlands. 

Fjöll víða í vetrarbúning 

Þrátt fyrir að hitastigið sé og verði mildast sunnanlands urðu margir höfuðborgarbúar varir við snæviþakta Esjuna í morgunsárið, en snjór hafði að mestu verið farinn úr fjallinu. 

Það sama má segja um Húsvíkinga því það hefur gránað í fjöll við Skjálfanda eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Það hefur gránað í fjöll við Skjálfanda eins og sjá …
Það hefur gránað í fjöll við Skjálfanda eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var á Húsavík í morgun. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Appelsínugul viðvörun í kortunum 

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is er appelsínugul viðvörun í kortunum og á veður að versna seinnipartinn í dag. 

Í hug­leiðing­um veður­fræðings seg­ir að nú sé að draga til tíðinda í veðrinu og spáð sé slæmu og lang­vinnu norðanveðri sem standi linnu­lítið yfir fram á aðfaranótt föstu­dags.

Ef spár ræt­ist sé um að ræða óveður sem er mjög óvenju­legt á þess­um árs­tíma, bæði hvað varðar vind­styrk og einnig lágt hita­stig sam­fara mik­illi úr­komu á norðan­verðu land­inu.

Líkur eru á að snjórinn hörfi þegar líða tekur á …
Líkur eru á að snjórinn hörfi þegar líða tekur á vikuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert