Allt að tveggja metra háir skaflar

Allt að tveggja metra háir skaflar hafa myndast við mannvirki …
Allt að tveggja metra háir skaflar hafa myndast við mannvirki á Þeistareykjum. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson

Allt að tveggja metra háir skaflar hafa myndast við mannvirki á Þeistareykjum síðasta sólarhringinn. 

Hreinn Hjartarson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, segir vont veður á svæðinu og bætir við að þar sé bæði hvasst og snjókoma. 

„Þetta er eitthvað sem kom bara í nótt,“ segir Hreinn þegar blaðamaður spyr út í snjóskaflana. 

Lítið skyggni á leið til vinnu í morgun 

Hreinn segir veðrið þó ekki trufla neitt, hvorki starfsemi Landsvirkjunar né annað.

Það hafi þó verið lítið sem ekkert skyggni þegar starfsmenn Landsvirkjunar á svæðinu voru á leið til vinnu í morgun. Bindur hann vonir við að skyggnið verði meira á heimleiðinni. 

Spurður hvort hann hafi upplifað eitthvað þessu líkt á þessum árstíma svarar hann neitandi. 

Lægðin fjarlægt öll ummerki sumars

Landsvirjun birti mynd frá Hreini á Facebook þar sem segir að lægðin sem nú fer yfir landið hafi fjarlægt öll ummerki sumars á Þeistareykjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka