„Alvöruhret“ staldrar við

Esjan snævi þakin.
Esjan snævi þakin. mbl.is/Eyþór

„Þetta er svona al­vöru­hret, ekk­ert eitt­hvað sem fýk­ur bara yfir okk­ur eins og er með sum af þess­um hret­um,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur hjá Veður­vakt­inni.

Eins og fjallað hef­ur verið um er veður­spá ekki sum­arþyrst­um lands­mönn­um í hag og má gera ráð fyr­ir löngu og óvenju­legu hreti fram á fimmtu­dag.

„Það er vegna þess að lægðin hér fyr­ir norðan – hún er að hring­snú­ast um sig sjálfa,“ seg­ir Ein­ar.

Hann seg­ir óvenju­legt ð kalda loftið sem ber­ist úr norðri sé ansi rakt. Alla jafna sé norður­skauts­loft tölu­vert þurrt og frem­ur lít­il úr­koma með því norðan­lands.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka