„Alvöruhret“ staldrar við

Esjan snævi þakin.
Esjan snævi þakin. mbl.is/Eyþór

„Þetta er svona alvöruhret, ekkert eitthvað sem fýkur bara yfir okkur eins og er með sum af þessum hretum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni.

Eins og fjallað hefur verið um er veðurspá ekki sumarþyrstum landsmönnum í hag og má gera ráð fyrir löngu og óvenjulegu hreti fram á fimmtudag.

„Það er vegna þess að lægðin hér fyrir norðan – hún er að hringsnúast um sig sjálfa,“ segir Einar.

Hann segir óvenjulegt ð kalda loftið sem berist úr norðri sé ansi rakt. Alla jafna sé norðurskautsloft töluvert þurrt og fremur lítil úrkoma með því norðanlands.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert