Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra þingflokka á fund á föstudag um stjórnarskrárbreytingar.
Þetta staðfesti hann við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Rúv greindi fyrst frá.
Markmið fundarins er fyrst og fremst að sjá hvort það takist að mynda samstöðu um breytingarnar svo hægt sé að stefna að frumvarpi á næsta þingvetri, að sögn Bjarna.
Fundurinn er framhald af vinnu sem bæði núverandi og og fyrrverandi forsætisráðherra hafa unnið að til að ná fram breytingum á stjórnarskránni segir Bjarni.