Ekkert lát á norðanhretinu

Ljósmynd frá verkefni lögreglunnar síðastliðna nótt.
Ljósmynd frá verkefni lögreglunnar síðastliðna nótt. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Veg­ur­inn um Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi er enn lokaður eft­ir nótt­ina sem og Kís­il­veg­ur á milli Húsa­vík­ur og Mý­vatns­sveit­ar. 

Þetta kem­ur fram í færslu á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra þar sem seg­ir jafn­framt að óljóst sé hvort veg­irn­ir verði opnaðir í dag. 

„Vænta má tals­verðrar snjó­komu“

Ekk­ert lát er á norðan­hret­inu sem hófst í gær á Norður­landi eystra og hef­ur Veður­stof­an nú fram­lengt app­el­sínu­gula veðurviðvör­un vegna vinds og snjó­komu fram á aðfaranótt fimmtu­dags, seg­ir í færsl­unni. 

„Ljóst er að vænta má tals­verðrar snjó­komu aðfaranótt miðviku­dags og fimmtu­dags víðs veg­ar um Norður­land áður en að hlýna fer aft­ur.“

Því hvet­ur lög­regl­an alla til að fylgj­ast vel með þeim síðum sem veita hvað best­ar upp­lýs­ing­ar um færð og veður, sem eru Vega­gerðin og Veður­stof­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka