Ferðamenn afar hissa á veðrinu

Frá tjaldsvæðinu í Skaftafelli síðdegis.
Frá tjaldsvæðinu í Skaftafelli síðdegis. Ljósmynd/Aðsend

Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk og landverði kappkosta að veita upplýsingar til ferðamanna um þær hættur sem leynst geta á vegunum. Sérstaklega til þeirra sem eru á húsbílum og með aftanívagna.

Hún segir það hafa verið ansi hvasst í gærkvöldi, en að lygnt hafi seinnipart nætur og undir morgun. Gert er ráð fyrir meira hvassviðri í kvöld.

Töluvert um ferðamenn

Sólin hefur aftur á móti látið sjá sig og það er töluvert af ferðamönnum á svæðinu, eða sambærilegt því sem er vanalegt á þessum tíma árs.

Ferðamennirnir eru afar hissa á veðrinu, hafa ekki gert ráð fyrir svo miklum vindi og bjuggust ekki við að hvassviðrið stæði svo lengi yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert