Guðmundur ráðinn til Viðreisnar

Guðmundur Gunnarsson er nýr aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Guðmundur Gunnarsson er nýr aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Ljósmynd/Viðreisn

Guðmundur Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.

Guðmundur er fæddur 23. september 1976 á Ísafirði. Hann er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, að því er kemur fram í tilkynningu. 

Guðmundur hefur undanfarið starfað sjálfstætt sem ráðgjafi en var áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV og Fréttablaðinu. 

Guðmundur var auk þess oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Hann mun sinna ýmsum verkefnum fyrir þingflokk Viðreisnar og eru bæði þingmenn og starfsfólk ánægð með að fá Guðmund til starfa, að því er segir í tilkynningunni. 

Guðmundur, sem hóf störf í dag, tekur við starfinu af Dagbjarti Gunnari Lúðvíkssyni, sem hefur verið þingflokki Viðreisnar innan handar síðastliðin sex ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert