Gýs aðeins úr einum gíg

Eldgos 29. maí 2024.
Eldgos 29. maí 2024. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dregið hefur úr gosvirkni eldgossins við Sundhnúkagígaröðina. Aðeins gýs nú úr syðri gígnum, þeim stærsta. 

Þetta staðfestir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

„[...] en áfram rennur hraunið í þessar þrjár megináttir eins og við ræddum um í gær. Við erum svona helst að fylgjast með hraunstraumnum sem mjakast meðfram Sýlingafelli. Það er svona hrauntjörn sem er að tjakkast upp og spurning hvort það gæti eitthvað komið úr henni á næstunni en við þurfum bara að fylgjast með,“ segir Sigríður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka