Óveðrið hefur víðtæk áhrif

Erfitt er að færa lömb sem þegar eru vön útibeit …
Erfitt er að færa lömb sem þegar eru vön útibeit aftur í hús. mbl.is/Ásdís

„Þetta hef­ur mjög víðtæk áhrif á sauðfjár­bænd­ur,“ seg­ir formaður sauðfjár­bænda hjá Bænda­sam­tök­un­um um óveðrið sem geng­ur nú yfir landið. Bænd­ur eru ekki van­ir jafn lang­vinnu óveðri á þess­um árs­tíma.

Sauðfjár­bænd­ur hafa þurft að færa fé sem komið var út á beit í skjól en Veður­stof­an hef­ur gefið út app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir stór­an hluta lands­ins. Gert er ráð fyr­ir að óveðrið gangi ekki yfir fyrr en í lok vik­unn­ar.

Erfitt að taka fé aft­ur í hús

Eyj­ólf­ur Ingvi Bjarna­son, formaður sauðfjár­bænda hjá Bænda­sam­tök­um Íslands, seg­ir ástandið hafa víðtæk áhrif á sauðfjár­bænd­ur.

„Þetta er mjög slæmt fyr­ir sauðfé, bæði er mjög erfitt að taka lamb­fé á hús og lík­ur á júg­ur­bólgu hjá ám aukast. Þær geta gelst og lömb­in fá þá minni mjólk,“ seg­ir Eyj­ólf­ur og bæt­ir við að þetta geti komið til með að hafa áhrif á fallþunga þegar kem­ur að slátrun í haust.

„Vöxt­ur­inn í lömb­un­um tek­ur aft­ur­kipp og stöðvast.”

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá bændasamtökunum.
Eyj­ólf­ur Ingvi Bjarna­son, formaður sauðfjár­bænda hjá bænda­sam­tök­un­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Óvenju­legt fyr­ir árs­tíma

Eyj­ólf­ur seg­ir jafn lang­vinnt óveður á þess­um árs­tíma óvenju­legt: „Menn eru van­ir að fást við hret sem stend­ur í hálf­an sól­ar­hring eða eitt­hvað slíkt. Þau hafa alltaf komið en þegar það er heil vika und­ir er þetta orðið svo­lítið mikið og þröngt í hús­um. Hætta er á að lömb vill­ist und­an.“

Hann tek­ur þó fram að veðrið hafi ekki aðeins áhrif á sauðfjár­bænd­ur held­ur all­an bú­stofn: „Ég veit til þess að það er víða búið að taka fol­alds­mer­ar inn og það er verið að taka inn holda­gripi sem eru komn­ir ná­lægt burði.“

„Mun í minn­ing­unni flokk­ast sem leiðin­legt vor“

Eyj­ólf­ur seg­ir ein­hverja bænd­ur áhyggju­fulla en seg­ir þá taka þetta á kass­ann: „Þetta er verk­efni sem menn eru bara að fást við þó þeir hafi kannski verið að von­ast eft­ir öðru verk­efni í byrj­un júní en að fara að hýsa fé.“

Tíma­setn­ing óveðurs­ins er slæm að sögn Eyj­ólfs en það kem­ur á eft­ir erfiðu vori. 

„Víða hef­ur vorið verið erfitt því það kom ofboðslegt magn af snjó í byrj­un apríl, það er kal norðan­lands og klaki hef­ur verið lengi í jörðu. Það er allt miklu seinna og þetta mun í minn­ing­unni flokk­ast sem leiðin­legt vor.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka