Rúta fauk út af vegi fyrir austan

Stöðvarfjörður og nágrenni.
Stöðvarfjörður og nágrenni. mbl.is/Golli

Lítil rúta fauk út af vegi rétt norðan við Stöðvarfjörð upp úr klukkan eitt í nótt.

Þrír farþegar voru í rútunni sem starfa á svæði Fjarðaráls og slösuðust hvorki þeir né bílstjórinn, að sögn Vigdísar Diljár Óskarsdóttur, stjórnanda samskipta og samfélagsmála Alcoa Fjarðaráls.

Lögreglan kom á staðinn og talaði við fólkið, sem var á leið heim úr vinnu, og enginn kenndi sér meins.

Alcoa Fjarðarál.
Alcoa Fjarðarál. mbl.is/Sigurður Bogi

Mjög hvöss vindhviða hafði komið á rútuna en engin ísing var á veginum. Framendi rútunnar fór út af veginum, að sögn Vigdísar Diljár, sem varð til þess að hún lagðist á hliðina.

„Það verður haldið áfram að fylgjast með líðan fólksins. Velferð og heilsa starfsfólksins er okkar stærsta forgangsatriði,” segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert