Sandfok og hríðarveður

Meðfylgjandi er mynd frá verkefni sl. nætur hjá lögreglu.
Meðfylgjandi er mynd frá verkefni sl. nætur hjá lögreglu. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Það verður áfram hríðarveður norðan- og austanlands í dag og á morgun. 

Þetta kemur fram í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar til vegfarenda. 

Í tilkynningunni segir jafnframt að áfram verði hvasst frá Skaftafelli og austur til Djúpavogs, og undir Eyjafjöllum, með hviðum yfir 35 m/s í dag og á morgun.

Auk þess er og verður sandfok á köflum suðaustan til á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert