Sitjum í snjó og sumarbyl fram á föstudag

Veðurútliðið fyrir vikuna er ekki gott.
Veðurútliðið fyrir vikuna er ekki gott. Kort/Veðurstofa Íslands

Sumarbylurinn sem farinn er að leika landann grátt mun ekki fara að hverfa á braut fyrr en á föstudag. 

Þetta staðfestir Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

„Það er búið að vera vonskuveður miðað við júní núna á Norður- og Austurlandi í dag. Búið að vera norðvestan hvassviðri eða stormur á þeim slóðum og nokkur snjókoma til fjalla – og jafnvel bara á láglendi í nótt, og svo slydda eða rigning við sjávarmálið,“ segir Katrín.

„Þetta er bara svolítið sem koma skal út daginn og morgundaginn. Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það skáni talsvert á austurhelmingi landsins á fimmtudeginum,“ bætir hún við og bendir á að þar lægi aðeins en svo muni bæta í úrkomu á norðvesturhelmingi landsins. 

„Við sjáum ekki fyrir endann á þessu fyrr en á föstudag.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert