Tugir bæst við málsókn gegn bönkunum

Neytendasamtökin að höfða svokallað fordæmisgefandi mál gegn bönkunum.
Neytendasamtökin að höfða svokallað fordæmisgefandi mál gegn bönkunum. Samsett mynd

Fjöldi fólks hef­ur sett sig í sam­band við Neyt­enda­sam­tök­in til þess að gæta að hags­mun­um sín­um gagn­vart fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í kjöl­far álits EFTA-dóm­stóls­ins um að skil­mál­ar varðandi vaxta­breyt­ing­ar á lán­um séu óskýr­ir og skorti gagn­sæi.

„Það hef­ur verið stöðugur straum­ur, ein­hverj­ir tug­ir, sem hafa bæst við mál­sókn­ina. Það eru ein­hverj­ir 2500 manns sem voru komn­ir inn í þetta og ein­hverj­ir tug­ir hafa bæst við síðan álitið kom fyr­ir rúmri viku,“ seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. 

Mik­il­vægt að fólk slíti fyrn­ingu 

Hann seg­ir ei­lítið flækj­u­stig á mál­un­um en Neyt­enda­sam­tök­in reka sex mál gegn bönk­un­um. Flækj­u­stigið snýr að því að hags­mun­ir fólks geta verið ólík­ir eft­ir því hvernig lán fólk er með.

„Lög­in um hóp­mál­sókn á Íslandi eru mjög góð. Nema að því leyti að dóma­fram­kvæmd er þannig að ef kröf­ur eru ekki ná­kvæm­lega eins, þá er mál­um vísað frá. Þannig að það þarf að skerpa á lög­um um hóp­mál­sókn­ir,“ seg­ir Breki.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakannna.
Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­annna. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Af þeim sök­um eru Neyt­enda­sam­tök­in að höfða svo­kallað for­dæm­is­gef­andi mál.

„Það er mik­il­vægt að það komi fram að fólk þarf að slíta fyrn­ingu því lög um fjár­skuld­bind­ing­ar segja að skuld­bind­ing­ar fyrn­ist á fjór­um árum, nema fyrn­ingu sé slitið,“ seg­ir Breki.

Hann seg­ir hægt að gera þetta á tvenns kon­ar hátt. Það sé að skjóta mál­um til úr­sk­urðar­nefnd­ar um fjár­mála­fyr­ir­tæki eða að stefna bönk­un­um.

„Þriðja leiðin sem við erum að reyna að fara með bönk­un­um er sú að þeir viður­kenni að fyrn­ingu á þess­um mál­um sé slitið. En það sem þú þarft að gera sem neyt­andi að reikna út kröfu þína. Það er kannski flókn­asti hlut­inn í þessu,“ seg­ir Breki.

Líf­eyr­is­sjóðir líka und­ir 

Hvað með aðra fjár­mála­stofn­an­ir. Eins og líf­eyr­is­sjóði?

„Já við erum á því að lang­flest­ir líf­eyr­is­sjóðir séu þarna und­ir,“ seg­ir Breki.

„Við erum í start­hol­un­um að hafa sam­bandi við líf­eyr­is­sjóðina og kalla eft­ir gögn­um. Eft­ir niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins telj­um við ljóst að líf­eyr­is­sjóðir séu einnig und­ir,“ seg­ir Breki.

Breki seg­ir und­ir­liggj­andi hags­muni, þ.e.a.s. hús­næðislán fjár­mála­fyr­ir­tækja séu met­in á 27.000 millj­arða króna og að um 90% þeirra séu með breyti­leg­um ákvæðum. Fjöldi lána sem eru þarna und­ir er í kring­um 70 þúsund.

Telja hags­muni mun hærri en bank­arn­ir 

Bank­arn­ir sjálf­ir hafa metið mögu­legt tjón af mál­inu upp á um 30 millj­arða króna. Breki seg­ir sam­tök­in hins veg­ar telja að tjónið sé allt að þre­falt meira, eða nær 90 millj­örðum. Það er ein­göngu það sem snýr að bönk­un­um að sögn hans.

Í þeim sex mál­um sem rek­in eru gegn bönk­un­um er gerð krafa á allt frá tugþúsunda króna end­ur­greiðslu upp í end­ur­greiðslu upp á 2,5 millj­ón­ir króna.

„Það er því mjög mis­jafnt, eft­ir því hvar og hvenær fólk tók lán­in upp á um hvaða upp­hæðir er að tefla,“ seg­ir Breki.

Hann bend­ir á að mat sam­tak­anna sé að álit EFTA-dóm­stóls­ins eigi við um öll lán með breyti­leika, ekki ein­göngu hús­næðislán, held­ur séu bíla­lán einnig und­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert