Útlendingamál brátt úr nefnd

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gær­kvöldi var boðað til fund­ar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag, en á hon­um er út­lend­inga­frum­varp Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra síðast á dag­skrá. Óljóst er hvort af­greiða á málið úr nefnd­inni þá.

Fundi nefnd­ar­inn­ar var frest­að með skömm­um fyr­ir­vara í gær, að sagt var vegna „óvæntr­ar uppá­komu“ en síðan var sagt að „óviðráðan­leg­ar ástæður“ hefðu valdið. Það olli nokkr­um titr­ingi í stjórn­ar­liðinu og hvíslað um að Vinstri-græn­ir vildu enn tefja málið eða bein­lín­is efna til ágrein­ings.

Þá þegar hafði spurst út um af­hroð flokks­ins í skoðana­könn­un Gallup, sem birt var í gær­kvöldi, en miðað við hana dytti flokk­ur­inn af þingi.

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir formaður nefnd­ar­inn­ar sagði hins veg­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið að fund­in­um í gær hefði verið frestað vegna ágrein­ings um Mennta­sjóð.

„Það er ekki uppi ágrein­ing­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um [frum­varp til út­lend­inga­laga], málið er ekki í ágrein­ingi inn­an nefnd­ar­inn­ar eða milli stjórn­ar­flokk­anna.“

Hún ger­ir ráð fyr­ir að frum­varpið rati úr nefnd­inni í vik­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert