Andri Steinn aðstoðar Áslaugu Örnu

Andri Steinn Hilmarsson.
Andri Steinn Hilmarsson. Ljósmynd/Aðsend

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Andri Steinn muni starfa sem aðstoðarmaður samhliða Áslaugu Huldu Jónsdóttur.

Andri Steinn hefur starfað fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins á Alþingi síðan 2019 og er kjörinn bæjarfulltrúi í Kópavogi. Áður starfaði hann sem blaðamaður á Morgunblaðinu og lagði stund á hagfræði við Háskóla Íslands. Hann fór í tímabundið leyfi frá störfum sínum hjá þingflokknum þegar hann var ráðinn aðstoðarmaður ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert