Appelsínugular viðvaranir áfram í gildi

Spáð er norðan hvassviðri eða stormi um mest allt land
Spáð er norðan hvassviðri eða stormi um mest allt land Kort/Veðurstofa Íslands

App­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir verða áfram í gildi víða um land þangað til í nótt eða í fyrra­málið.

Spáð er norðan hvassviðri eða stormi um mest allt land með rign­ingu, slyddu eða snjó­komu á norðan- og aust­an­verðu land­inu.

Ferðalög geta verið vara­söm, sér­stak­lega á öku­tækj­um sem eru viðkvæm fyr­ir vindi. Snjór get­ur sest á vegi, einkum fjall­vegi, með erfiðum akst­urs­skil­yrðum eða jafn­vel ófærð. Huga þarf að því að koma bú­fénaði í skjól. Mik­ill kuldi verður og vos­búð fyr­ir úti­vistar­fólk, að því er seg­ir á vef Veður­stofu Íslands.

Á Suður­landi verður gul viðvör­un áfram í gildi þangað til snemma í fyrra­málið en á Vest­fjörðum verður hún í gildi frá há­degi í dag þangað til á miðnætti annað kvöld.

Veður­spá­in í dag er ann­ars þannig að spáð er norðan og norðvest­an 13 til 23 metr­um á sek­úndu, hvass­ast fyr­ir aust­an. Slydda verður eða rign­ing nærri sjáv­ar­máli og snjó­koma inn til lands­ins, en úr­komu­lítið sunn­an­til og við vest­ur­strönd­ina. Dreg­ur úr vindi vest­an­lands í kvöld.

Norðvest­an 13-20 m/​s verða á morg­un, hvass­ast suðaust­an­til en á Vest­fjörðum und­ir kvöld. Rign­ing verður eða snjó­koma á norðan­verðu land­inu. Þurrt að kalla sunn­an heiða en sums staðar dá­lít­il rign­ing þar annað kvöld.

Hiti verður á bil­inu 0 til 4 stig á Norður- og Aust­ur­landi, en að 11 stig­um sunn­an- og vest­an­til.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert