Dánarorsök enn óljós

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til Bolungarvíkur vegna líkfundarins.
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til Bolungarvíkur vegna líkfundarins. Ljósmynd/Aðsend

Óljóst er enn hvernig andlát sambýlisfólksins sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík á mánudaginn í síðustu viku bar að.

Krufingunni lauk síðastliðinn miðvikudag og bíður lögreglan á Vestfjörðum eftir bráðabirgðaniðurstöðu en lengri tími mun líða þar til endanleg niðurstaða kemur í ljós úr henni. 

Rannsóknin í fullum gangi

„Það eru ekki komnar bráðabirgðaniðurstöður varðandi krufninguna. Vonandi berast þær í vikunni en rannsókn málsins er enn í fullum gangi,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri Vestfjarða, í samtali við mbl.is.

Maðurinn og konan voru á sjötugsaldri og hefur lögreglan sagt að ekki sé grunur um að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. Krufningin gæti mögulega breytt því og eins gefið skýrari mynd af því sem gerðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert