„Ég hef alltaf haft áhuga á geimnum“

María Margrét hlaut Stúdentspennann.
María Margrét hlaut Stúdentspennann. Ljósmynd/Aðsend

Á brautskráningardegi Kvennaskólans í Reykjavík á föstudaginn hlaut María Margrét Gísladóttir Stúdentspennann sem eru verðlaun fyrir besta lokaverkefni skólaársins.

Verkefnið fjallar um hvað þurfi til að gera plánetuna Mars lífvænlega fyrir menn.

Hvernig fékkstu hugmyndina?

„Ég hef alltaf haft áhuga á geimnum,“ segir María sem finnst áhugavert að velta fyrir sér hvort hægt sé að búa annars staðar en á jörðinni – sérstaklega með fólksfjölgun í huga, og eins vegna þess að maðurinn virðist vera að eyðileggja jörðina.

„Það gæti orðið plan B að fara eitthvert annað.“

María ætlaði í fyrstu að skrifa um hvort væri betra að búa á Venus eða Mars en vegna skorts á heimildum hélt hún sig aðeins við síðari kostinn.

Mars er oft kölluð rauða plánetan.
Mars er oft kölluð rauða plánetan. AFP

Tæknin ekki til staðar

Margt þarf að ganga upp svo maðurinn geti lifað á Mars eins og að búa til lofthjúp um plánetuna, breyta lofttegundunum og gera plánetuna hlýrri.

Að sögn Maríu eru til útreikningar fyrir þær breytingar sem þyrfti að gera.  

Niðurstaða ritgerðar Maríu er sú að fyrsti kostur sé að betrumbæta jörðina fremur en að fara héðan, enda skortir tækni svo hægt sé að umbreyta Mars þannig menn geti búið þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert