„Allar vörur sem skráðar eru hjá okkur eru framleiddar og heyra undir sjálfstæða kaupmenn,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska netverslunarrisanum Temu.
Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins á mánudag þess efnis að eftirlíkingar af íslenskri hönnun væru til sölu hjá Temu.
Kínverski netverslunarrisinn hefur í kjölfar umfjöllunarinnar fjarlægt eftirlíkingu af flækjupúðum Ragnheiðar Aspar Sigurðardóttur úr netverslun sinni. Aðeins er þó um að ræða þær eftirlíkingar sem voru til umfjöllunar í blaðinu, enn er hægt að nálgast álíka falsanir hjá öðrum söluaðilum hjá Temu. Þegar bent var á að enn væru fjölmargar eftirlíkingar af púðunum í sölu hjá Temu voru svörin á þá leið að það yrði skoðað í kjölfarið.
Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.