Lögregla óskaði strax eftir myndefni af mótmælunum

Átök á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag.
Átök á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði strax eftir myndefni úr búkmyndavélum lögregluþjóna sem beittu piparúða á mótmælendur við Skuggasund síðasta föstudag. Málið er komið í farveg hjá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.

Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fram minnisblað í tengslum við viðbragð lögreglu á mótmælunum í síðustu viku. Átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu, sem úðaði piparúða í augu mótmælenda.

„Þetta var minnisblað sem var unnið í ráðuneytinu hjá mér þar sem var farið yfir ábyrgðarsvið lögreglu. Bæði gagnvart öryggi borgaranna en líka ríkisstjórnar,“ svarar hún í samtali við blaðamann mbl.is, spurð út í innihald minnisblaðsins.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsmálaráðherra vill að farið verði yfir verkferla

„Þannig að ég var bara að ítreka það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á löggæslu þennan morgun og þau óskuðu strax eftir því að loknum þessum mótmælum að kalla eftir myndefni úr búkmyndavélum sem og öðru myndefni og vísa þessu til nefndar með eftirlit með lögreglu,“ segir hún enn fremur og bætir hún við að sú nefnd hafi þegar hafið störf.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, hef­ur óskað eft­ir því að farið verði yfir verk­ferla lög­reglu í kjöl­far viðbragða henn­ar gagn­vart mót­mæl­end­um við Skugga­sund, þar sem rík­is­stjórn­ar­fund­ur fór fram í gær­morg­un. Hann sagði við mbl.is í dag að málið væri komið í „eðlilegan farveg“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka