Myndir: Þór dró skútuna til Eyja

Skútan er komin til Vestmannaeyja.
Skútan er komin til Vestmannaeyja. mbl.is/Óskar Pét­ur Friðriks­son

Björg­un­ar­skipið Þór sigldi í höfn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu með skútu í togi sem lenti í tölu­verðum vand­ræðum djúpt suður af land­inu í gær­kvöldi.

Eins og mbl.is greindi frá í morg­un barst Björg­un­ar­skip­inu Þór út­kall vegna skút­unn­ar skömmu eft­ir miðnætti í gær­kvöldi.

Skút­an hafði lent í tölu­verðum vand­ræðum þar sem segl henn­ar rifnaði og eldsneyt­is­magnið af svo skorn­um skammti að fólkið gerði ekki ráð fyr­ir að ná til Vest­manna­eyja.

Þór dró skútuna.
Þór dró skútuna. mbl.is/Óskar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is/Óskar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is/Óskar Pét­ur Friðriks­son

Vélarvana og stjórnlaus

Þór var send­ur af stað með eldsneyti en í millitíðinni varð skút­an vél­ar­vana og stjórn­laus vegna þess að hún fékk tóg í skrúf­una.

Þetta urðu þó ekki einu vand­ræðin því í morg­un kom jafn­framt smá­vægi­leg­ur leki á skút­una.

Eins og sést á myndunum tókst þó að koma skútunni í höfn í Vestmannaeyjum.

mbl.is/Óskar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert