Nýr rafstrengur verður lagður til Grindavíkur til bráðabirgða í því skyni að koma á rafmagni í bænum. Rafstrengir höfðu gefið sig í yfirstandandi jarðhræringum við Sundhnjúkagíga.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur telji brýnt að tryggja rafmagn til bæjarins. Nefndin, sem tók formlega til starfa um mánaðamótin, hafi því gert gert tillögu til innviðaráðherra um að um heimila og fjármagna neyðartengingu og var tillagan kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær.
Útfærsla á bráðabirgðatengingu var unnin í samvinnu við HS Veitur en talið er að framkvæmdir við slíka tengingu taki allt að sex daga.
Áfram verður fjallað um leiðir til að koma á varanlegri eða endanlegra tengingu milli flutningskerfis Landsnets og Grindavíkur.
Helming leiðarinnar, þar sem bráðabirgðatengingin verður lögð, verður notast við eldri streng sem liggur frá Svartsengi að borplani HS Orku. Nýr hluti verði plægður í vegkant borholuvegar og strengur dysjaður þar sem ekki er unnt að ná fullri dýpt.