Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari hefur verið kjörinn varaforseti Hæstaréttar.
Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar.
Tekur hann við embættinu 1. ágúst þegar Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari og núverandi varaforseti, lætur af embætti. Sigurður er kjörinn til ársloka ársins 2026.
Sigurður Tómas var skipaður í embætti dómara við Hæsatrétt árið 2020. Þar áður var hann dómari við Landsrétt frá 2018.
Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1985.
Við brotthvarf Ingveldar úr Hæstarétti kemur Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis inn í staðinn fyrir hana.