Taka stöðuna á lokunum um hringveginn á hádegi

Vegagerðin mun endurmeta stöðuna á lokunum við hringveginn á hádegi.
Vegagerðin mun endurmeta stöðuna á lokunum við hringveginn á hádegi. mbl.is/Hari

Óvíst er hvort hring­veg­ur­inn um Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi og frá Höfn að Djúpa­vogi verði opnaðir í dag. Vega­gerðin mun meta stöðuna um há­degi. 

Sverr­ir Unn­steins­son, þjón­ustu­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir grannt fylgst með stöðunni og að veg­ir verði opnaðir ef tæki­færi gefst. 

Áfram óvissa þó veg­ir verði opnaðir 

Hring­veg­in­um um Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi var lokað upp úr klukk­an 20 á mánu­dags­kvöld og hef­ur ekki verið opnaður síðan. Sverr­ir seg­ir veður­spá fyr­ir svæðið ekki sér­lega góða en árétt­ir að staðan verði end­ur­met­in um há­degi. 

Hring­veg­in­um frá Höfn að Djúpa­vogi var jafn­framt lokað á mánu­dags­kvöld og hef­ur hann held­ur ekki verið opnaður síðan. Sverr­ir seg­ir ein­hverj­ar lík­ur á að veður gangi niður á svæðinu eft­ir há­degi þannig að hægt verði að opna veg­inn. 

„Það er alls óvíst samt sem áður og við mun­um bara verða að sjá til, sjá hvernig vind­ur­inn hag­ar sér.“

Aðspurður seg­ir hann þó áfram mögu­leika á því að loka þurfi veg­un­um á ný enda app­el­sínu­gul viðvör­un í gildi á svæðinu þar til í fyrra­málið, en þá tek­ur gul viðvör­un við og út­lit er fyr­ir leiðinda­veður þar til á föstu­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert