Tvívegis ekið á sömu bygginguna í vikunni

Ökumaður í æfingaakstri ók inn í verslun Fiska á Nýbýlavegi á sunnudag. Til allrar hamingju stöðvaðist bíllinn á veggbita sem aðskilur gler í versluninni. Ef bíllinn hefði farið inn í bygginguna örfáum metrum til hliðar hefði engin fyrirstaða verið til staðar. Fiska var full af fólki þegar atvikið átti sér stað.

Svo vill til að ökumaður annars bíls ók á verslunina Piknik sem selur nikótínvörur, sem stendur við hliðina á Fiska, í gær. Hefur því tveimur bílum verið  ekið á sama verslunarhúsnæðið með þriggja sólarhringa millibili. Einungis er nokkurra metra fjarlægð á milli atvikanna. 

Bílinn stöðvaðist á veggsúlu. Einungis tveimur til þremur metrum til …
Bílinn stöðvaðist á veggsúlu. Einungis tveimur til þremur metrum til hliðar við þar sem bíllinn fór á súlu er engin fyrirstaða. Ljósmynd/Hjálmar Þ. Árnason

Árni Elvar Eyjólfsson, eigandi Fiska.is., sem selur asískar sjávarafurðir í heildsölu, telur tjónið vera um fimm milljónir króna og er málið komið í hendur trygginga.

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að konan hafi verið á fimmtugsaldri og að hún hafi verið í æfingaakstri þegar hún ók á bygginguna. Hún hafði fyrir mistök ýtt á bensíngjöf í stað þess að hemla og leiddi það til þess að hún ók af fullum krafti á glerið. 

Algjör heppni 

Eins og sjá má af myndbandi sem fylgir með fréttinni var fjöldi viðskiptavina viðstaddur. 

Feðgarnir Árni Elvar Eyjólfsson og Hjálmar Þór Árnason.
Feðgarnir Árni Elvar Eyjólfsson og Hjálmar Þór Árnason. mbl.is/Eyþór

„Það var full búð af fólki en það var algjör heppni að það var enginn á gangi akkúrat þar sem bíllinn fór inn og enginn að á gangi fyrir utan. Það er oft mikil umferð af fólki á vappi á gangstéttinni fyrir utan líka,“ segir Árni.

Hann segir að bílinn hefði sem betur fer endað á veggsúlu. 

„Ef hún hefði ekki verið þarna hefði bíllinn endað allur inni í búð,“ segir Árni. 

Árni segir að hann hafi verið inni á skrifstofu þegar atvikið átti sér stað og hélt fyrstu að sósuhilla hefði farið niður. 

„Sonur minn var inni í búð og hann var bara þrjá til fjóra metra frá þegar bíllinn klessir inn,“ segir Árni. 

Eins og kjarnorkusprengja 

Syninum, Hjálmari Þór Árnasyni, var eðlilega brugðið þegar ósköpin dundu yfir. 

Talsvaerðar skemmdir urðu á húsnæðinu.
Talsvaerðar skemmdir urðu á húsnæðinu. Ljósmynd/Hjámlar Þ. Árnason

„Ég stóð þrjá metra frá þessu og þá kemur þessi bíll. Hann hægir á sér áður og virðist ætla að fara inn í stæðið en svo kemur hann á fullri ferð og það verða þessi líka svaka læti. Það var öllum mjög brugðið í búðinni og engu líkara en kjarnorkusprengjan frá Ástþóri væri mætt,“ segir Hjálmar.

Að sögn hans stóð kona innan við metra frá glugganum þar sem bíllinn kom inn. Glerbrotum rigndi yfir hana auk þess sem þverbiti skaust á hana líkt og sjá má á myndbandinu. Konunni varð ekki meint af. 

„En hún var náttúrlega í sjokki,“ segir Hjálmar. 

Að sögn þeirra feðga var ökumanninum mjög brugðið en með henni í bílnum var maður og tvö börn í aftursæti.

Aftur ekið á húsið 

Hjálmar setti sig svo í samband við blaðamann að nýju í gærkvöldi eftir að viðtali var lokið

Að sögn Hjálmars var bílnum ekið af nokkru afli á …
Að sögn Hjálmars var bílnum ekið af nokkru afli á húsið öðru sinni. Ljósmynd/Hjálmar Þ. Árnason

vegna fyrra atviksins og tjáði honum að öðrum bíl hefði verið ekið af afli í verslunarrýmið sem er við hlið Fiska í gær. 

„Þar var kona að keyra meðfram verslunarhúsnæðinu sem tekur svo skarpa hægri beygju og neglir bara fyrst á bíl sem stendur fyrir framan hjá okkur og kastast svo af honum á verslunarrýmið við hliðina,“ segir Hjálmar.

Setur sig í samband ef fleiri aka á húsið 

„Ef bíllinn sem hann lenti á hefði ekki verið þar sem hann var hefði hann endað inni í búð hjá okkur,“ bætir Árni við.  

Að sögn þeirra var eldri kona við stýrið. „Hún sagðist ekki vita hvað hafði komið yfir hana,“ bætir Hjálmar við. 

„Kannski bætist eitthvað við á morgun og þá verð ég í sambandi við þig [blaðamann],“ segir Hjálmar kíminn.  

Að sögn þeirra voru ekki sjáanlegir áverkar á konunum sem óku á bygginguna.   

Ökumaður ók á verslunina við hliðina á Fiska í gær.
Ökumaður ók á verslunina við hliðina á Fiska í gær. Ljósmynd/Hjálmar Þ. Árnason
Búið er að negla planka fyrir þar sem bílinn klessti …
Búið er að negla planka fyrir þar sem bílinn klessti inn í bygginguna. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert