Aldrei fleiri í múrverki en nú

Alls þreyta 26 nemendur sveinspróf í múrverki við Tækniskólann.
Alls þreyta 26 nemendur sveinspróf í múrverki við Tækniskólann. Af vef Tækniskólans

Aldrei hafa eins margir þreytt sveinspróf í múrverki og nú. Alls útskrifuðust 26 nemendur í vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tækniskólanum.

Þar er haft eftir Ásmundi Kristinssyni, formanni sveinsprófsnefndar múrara, að virðing fyrir múrurum hafi aukist mikið síðustu ár.

Fleiri koma beint úr grunnskóla

Einnig er haft eftir Þráni Óskarssyni kennara að aðsókn hafi aukist í námið að undanförnu og þá komi sífellt fleiri beint úr grunnskóla.

Aðsóknin sé orðin svo mikil í múrverk að vísa hafi þurft nemendum frá.

Í tilkynningunni segir Þráinn að margir þættir spili inn í þessa miklu aukningu. Sem dæmi megi nefna þörf fyrir iðnmenntaða múrara og viðhorfsbreytingu foreldra í garð námsvals barna sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka