Fær bætur eftir handtöku á þjóðhátíð

Maðurinn var handtekinn á Þjóðhátíð.
Maðurinn var handtekinn á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar Pétur

Ríkislögmaður hefur fallist á að greiða tvítugum manni 150 þúsund krónur í bætur vegna handtöku á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á síðasta ári.

RÚV segir frá

Taldi maðurinn, sem er dökkur á hörund, að húðlitur hans hefði skipt máli við handtökuna. Ríkislögmaður hafnar því að eitthvað hafi verið við framgöngu lögreglu að athuga.

Hins vegar hafi hann verið handtekinn og sætt líkamsleit þrátt fyrir að ekki verði talið að hann hafi valdið eða stuðlað að aðgerðunum sjálfum og er fallist á bætur vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka