125 stæði Hörpunnar sett í söluferli

Reykjavíkurborg á 125 af 420 stæðum bílastæðahúss Hörpunnar.
Reykjavíkurborg á 125 af 420 stæðum bílastæðahúss Hörpunnar. Ljósmynd/Árni Sæberg

125 stæði í bílastæðahúsi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu verða sett í söluferli. Var það samþykkt á fundi borgarráðs í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg á 125 af 425 stæðum bílastæðakjallarans og er brunabótamat stæðanna 125 fyrir árið 2024 einn milljarður og tæpar 158 milljónir króna. 

Gert er ráð fyrir að stæðin verði auglýst nú í júní.

Rekstrarfélagið Stæði slhf. sem annast rekstur bílastæðahússins hefur forkaupsrétt að stæðunum. Félagið eiga Reykjavíkurborg og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu. Nýti aðilar ekki forkaupsrétt sinn mun nýr eigandi stæðanna taka sæti Reykjavíkurborgar í rekstrarfélaginu. Samkvæmt ársreikningi 2023 er hlutafé Reykjavíkurborgar 22,94% en hlutafé Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. er 77,06%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert