Aukin rafvæðing við meðferð dómsmála

Alþingi samþykkt þann 17. maí síðastliðinn frumvarp dómsmálaráðherra um lagabreytinguna.
Alþingi samþykkt þann 17. maí síðastliðinn frumvarp dómsmálaráðherra um lagabreytinguna. mbl.is/Hjörtur

Lagabreytingar í réttarvörslukerfinu skapa forsendur til aukinnar nýtingar rafrænna skjala, stafrænna miðla og fjarfunda við meðferð dómsmála. 

Alþingi samþykkti lagabreytingarnar þann 17. maí síðastliðinn. Verið er að vinna að gerð svokallaðar réttarvörslugáttar sem mun tengja saman allar stofnanir réttarvörslukerfisins og tryggja flæði rafrænna gagna á milli þeirra, segir í tilkynningu

Fjarfundabúnaður kominn til að vera

Við meðferð einkamála verður heimilt að miðla tilkynningu eða gagni á rafrænu formi að því gefnu að ekki leiki vafi á uppruna þess eða frá hverjum það kemur. 

Kalli lög eða venja eftir áritun, undirritun, staðfestingu eða vottun verður hægt að svara kallinu með rafrænni staðfestingu. 

Fjarfundarbúnaður hefur þá verið heimilaður varanlega. Samkvæmt lagabreytingunni getur dómari heimilað þátttöku í þinghaldi í gegnum fjarfundarbúnað.

Einnig gefst lögreglu og dómstólum kostur á að skýrslugjafir fari fram í gegnum fjarfundarbúnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert