Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sent Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, samúðarkveðjur vegna árásarinnar sem hún varð fyrir fyrr í dag.
Bjarni skrifar á X, áður Twitter, að Norðurlöndin séu þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og lýðræðisleg gildi.
„Árás á lýðræðislega kjörinn stjórnmálamann er óásættanleg. Við verðum öll að standa saman til að verja okkar sameiginlegu gildi,“ skrifar Bjarni á dönsku.
Sender kærlige tanker til min veninde og kollega @Statsmin Mette Frederiksen.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024
De nordiske lande er kendt for personlig frihed, sikkerhed og demokratiske værdier. Et angreb på en demokratisk valgt politiker er uacceptabelt. Vi skal stå sammen om at beskytte vores fælles værdier.