Formennirnir mættir á fund Bjarna

Fundurinn hófst strax að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Fundurinn hófst strax að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Samsett mynd/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar nú með formönnum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í húsnæði Umbru.

Hófst fundurinn strax að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Tilefni fundarins er að ræða stjórnarskrárbreytingar og kanna afstöðu flokkanna til ýmissa breytinga. Bjarni ræddi við mbl.is og lýsti þeirri skoðun sinni að hækka ætti meðmælafjölda sem þarf til að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands.

„Á fund­in­um vil ég taka til um­fjöll­un­ar efni sem lítið hef­ur verið rætt til þessa sem er kjör­dæma­skip­an­in á Íslandi. Það er mín til­finn­ing að kjós­end­um í land­inu þyki kjör­dæm­in vera of stór, sér­stak­lega á lands­byggðinni,” sagði Bjarni í samtali við mbl.is 

Jafnframt vildi hann ræða breytingar á ákæruvaldi Alþingis sem oftast er kennt við Landsdóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert