Starfshópur innviðaráðherra um mótun borgarstefnu hefur skilað skýrslu með tillögum að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland.
Þar er lagður grunnur að lykilviðfangsefnum og framtíðarsýn fyrir tvö borgarsvæði, þ.e. Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og áhrifasvæði þess annars vegar og Akureyri og áhrifasvæði hins vegar.
Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun gildandi byggðaáætlunar, að því er segir í tilkynningu.
Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra hyggst leggja fram tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu á Alþingi á komandi haustþingi.
„Markmið borgarstefnu er að styrkja stöðu Íslands í harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki og stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Í því felst annars vegar að styrkja höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur, höfuðborgarsvæðið og áhrifasvæði þess. Hins vegar að festa Akureyri í sessi sem svæðisborg og skilgreina og efla hlutverk hennar og áhrifasvæði,” segir í tilkynningunni.
Fimm lykilviðfangsefni:
Drögin að borgarstefnunni taka til fimm lykilviðfangsefna sem stuðla að því að framtíðarsýn hennar verði að veruleika: