Gervitunglamynd frá 5. júní gefur mynd af virkum hraunstraumum frá gígnum á Sundhnúkagígaröðinni.
Veðurstofan greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. Hraunstraumar renna til norðvesturs að Sýlingarfelli og til suðurs í átt að Hagafelli.
Myndin er svokölluð „nær-innrauð“ hitamynd og magnar mun á heitum og köldum flötum í landslaginu.
Þannig má aðgreina hraunbreiður og hraunstrauma í landslaginu með skýrari hætti.