Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
„Við höfum ekki fengið nein viðbrögð frá lögreglu og veltum því fyrir okkur hvort það eigi virkilega að refsa sendlunum sem voru að vinna sem undirverktakar fyrir Wolt,“ segir Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ.
Lögreglan hefur undanfarna daga haft afskipti af fjölda fólks sem starfar án atvinnuréttinda hjá heimsendingarfyrirtækinu Wolt. „Okkar áhyggjur eru að sendlarnir séu ekki að fá nógu góð laun,“ segir Saga.
Hún segir að Wolt hafi nýlega haldið því fram í fjölmiðlum að ASÍ vilji ekki funda með Wolt og segir að ASÍ kannist ekki við það að Wolt hafi haft samband við ASÍ og reynt að funda. „Verkalýðshreyfingin er boðin og búin að funda með forsvarsfólki Wolt,“ segir Saga.
„Við höfum líka áhyggjur af því hvernig lögreglan mun taka á þessu máli og við höfum tekið ákvörðun um að senda fyrirspurn á lögregluna um hvernig þetta mál verður meðhöndlað,“ segir hún.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.