Lokahvellurinn í kvöld

Úrkomuspáin kl. 22 í kvöld.
Úrkomuspáin kl. 22 í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Í gær fór að draga úr vindi og ofankomu á Norðurlandi eystra en appelsínugul viðvörun hefur verið þar viðvarandi síðan á mánudagskvöld. 

Þetta segir Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Búist er við lokahvelli af úrkomu og vindi í kvöld í landshlutanum. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 19 og verður í gildi til klukkan fimm í fyrramálið.

Búist er við takmörkuðu skyggni á fjallavegum á Norðurlandi, til að mynda á Holtavörðuheiði, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. 

Gul viðvörun tekur gildi í kvöld.
Gul viðvörun tekur gildi í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sumarveður í bráð

Frá og með morgundeginum er búist við hægri norðlægri átt á Norðurlandi og um miðja næstu viku verði farið að hlýna. Útlit er fyrir að Norðlendingar fari bráðum að sjá sumarveður.

Þá er spáð lítilli úrkomu á Norður- og Austurlandi um helgina og bjartviðri sunnan- og vestan til. Hiti gæti náð allt upp í 14 gráður syðst á landinu. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert