Landsréttur hefur mildað dóm yfir Edas Geraitis sem þarf nú aðeins að sæta fjögur ár í fangelsi í stað fimm ára, sem héraðsdómur hafði dæmt hann í. Geraitis flutti inn til landsins rétt rúmlega fimm kílógrömm af kókaíni.
Héraðsdómur dæmdi Geraitis í fimm ára fangelsi í febrúar fyrr á árinu. Geraitis áfrýjaði málinu til Landsréttar til að fá refsinguna mildaða, sem hann fékk.
Geraitis játaði brot sín skýlaust en hann flutti inn rúmlega fimm kíló af kókaíni til söludreifingar á Íslandi í ágóðaskyni. Kókaínið var með 60-63% styrkleika.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af nýlegum dómum Landsréttar var refsing Geraitis ákveðin fangelsi í fjögur ár. Til frádráttar dæmdri refsingu kom gæsluvarðhald sem hann hafði sætt vegna málsins.
Ekki var hreyft við sakarkostnaði Geraitis sem hann hafði verið dæmdur til að greiða í héraði, en það voru rúmlega tvær milljónir króna.
Engu að síður þarf ríkissjóður að greiða fyrir lögfræðikostnaðinn í málinu fyrir Landsrétti.