Mótmæli héldu áfram við Skuggasund

Frá mótmælunum í morgun.
Frá mótmælunum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mótmæli fóru fram í morgun skammt frá þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi vegna málefna Ísraels og Palestínu, en fundur ríkisstjórnarinnar fer fram í húsinu. 

Lögreglan var með viðbúnað á svæðinu og setti upp girðingar.

Eins og í fyrri mótmælum var m.a. krafist viðskiptabanns gagnvart Ísrael og að stjórnmálasambandi við landið yrði slitið vegna hernaðar Ísraela á Gasasvæðinu.

Að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum voru mótmælin ekki jafnfjölmenn og í síðustu viku og virtust þau fara friðsamlega fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert