Nokkrum milljónum stolið frá skátum á mánuði

Gríðarleg aukning hefur verið frá áramótum í markvissum þjófnaði úr …
Gríðarleg aukning hefur verið frá áramótum í markvissum þjófnaði úr söfnun Grænna skáta á dósum og flöskum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grænir skátar hafa staðfestan grun um að ákveðin aðili sé að stela um tveimur milljónum króna að verðmætum frá söfnunarstöðum skáta. Nokkur mál hafa verið tilkynnt og kærð til lögreglu en viðbrögð hafa verið lítil sem engin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grænum skátum þar sem segir jafnframt að gríðarleg aukning hafi verið frá áramótum í markvissum þjófnaði úr söfnun Grænna skáta á dósum og flöskum.

Gríðarlega mikilvægt að fá almenning með í lið 

„Við fengið tilkynningar bæði frá almenningi og okkar samstarfsaðilum um stuld. Að auki sjáum við á skynjurum í gámunum þegar breytingar verða á magni. Gríðarlega mikilvægt að fá almenning með okkur í lið og að öll þessi tilvik séu tilkynnt og kærð til Lögreglu,“ er haft eftir Jóni Ingvari Bragasyni, framkvæmdastjóra Grænna skáta í tilkynningunni.  

Grænir skátar eru með um 200 söfnunargáma á Höfuðborgarsvæðinu, á suðurlandi og Akureyri. Allur ágóði af starfsemi Grænna skáta rennur óskertur í heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks á vegum íslenskra skáta um allt land.

Í dag eru Grænir skátar stærsti einstaki vinnustaður í Reykjavík fyrir fólk með skerta starfsgetu og er það verkefni unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun, segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert