Segja bruðlað með skattfé borgaranna

Byggja mætti brú fyrir þrjá milljarða í stað átta.
Byggja mætti brú fyrir þrjá milljarða í stað átta.

„Lík­um má leiða að því að óþarfa flott­heit við hönn­un og bygg­ingu brúa yfir Ölfusá og Foss­vog kosti auka­lega 11 til 12 millj­arða. Það væri mikið hægt að gera í vega- og brú­ar­gerð fyr­ir þá upp­hæð. Alþingi get­ur að okk­ar mati ekki tekið þátt í þessu bruðli með skatt­fé borg­ar­anna,“ seg­ir í grein alþing­is­mann­anna Jóns Gunn­ars­son­ar og Vil­hjálms Árna­son­ar sem birt er í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar eru ýms­ar fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir í sam­göngu­mál­um harðlega gagn­rýnd­ar og segja þing­menn­irn­ir mörg hróp­andi dæmi um að óhag­kvæm­ar fram­kvæmd­ir séu í sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins. Beina þing­menn­irn­ir m.a. spjót­um sín­um að fyr­ir­hugaðri Foss­vogs­brú.

„Brú­in er mik­il­væg­ur hluti af upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu, en af hverju þarf hún að vera svo­kölluð „hönn­un­ar­brú“ með verðmiða upp á a.m.k. 8 millj­arða þegar hægt er að byggja fal­lega brú sem sinn­ir sínu hlut­verki sóma­sam­lega fyr­ir 3 millj­arða? Hér má hafa í huga að upp­haf­leg kostnaðarviðmið voru um 2,2 millj­arðar,“ segja þing­menn­irn­ir.

Áætlaður kostnaður við fyr­ir­hugaða nýja brú yfir Ölfusá er einnig gagn­rýnd­ur og hún sögð annað dæmi um óráðsíu.

„Þó erfitt hafi verið fyr­ir okk­ur að fá upp­lýs­ing­ar frá Vega­gerðinni um upp­færðan áætlaðan kostnað við brúna þá sýn­ist okk­ur að verðmiðinn sé a.m.k. 10 millj­arðar. Sam­kvæmt traust­um upp­lýs­ing­um frá reynslu­mikl­um aðilum á þessu sviði er hægt að byggja brúna fyr­ir 3 til 3,5 millj­arða sem er líka 2+2, þolir jarðskjálfta og þær klaka­banda-aðstæður sem þarna geta skap­ast yfir vetr­ar­tím­ann. Þá yrðu byggðar tvær brýr út í eyj­una sem brú­in á að fara yfir og vegstubb­ur lagður í eyj­unni þeirra á milli.

Við spyrj­um okk­ur, hver var það sem tók ákvörðun um að byggð skyldi hönn­un­ar­brú, ein­hvers kon­ar minn­is­varði? Alþingi kom a.m.k. aldrei að þeirri ákvörðun. Íbú­arn­ir kalla eft­ir skyn­sam­legri lausn sem trygg­ir þeim að brú­in verði byggð á sem skemmst­um tíma og að hag­kvæmt verði að aka yfir hana. Hægt er að taka Borg­ar­fjarðar­brú sem dæmi. Er ein­hver að kvarta yfir því að hún sé ekki nægi­lega fal­leg? Hún þjón­ar vel sín­um til­gangi og eng­inn kvart­ar,“ segja þeir

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert