„Skilaboðin svolítið misvísandi“

Ferðamenn í Reynisfjöru.
Ferðamenn í Reynisfjöru. mbl.is/Jónas Erlendsson

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir að verið sé að skoða hver þróunin er varðandi eftirspurn í ferðaþjónustunni í sumar.

Sigurður Ingi var spurður eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun um þær áhyggjur sem uppi eru um eftirspurn í ferðaþjónustunni í sumar en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir til að mynda áhrifa vaxtastigs gæti í hinum ýmsu geirum ferðaþjónustunnar.

„Það er verið að skoða hver þróunin er. Skilaboðin sem hafa komið hafa verið svolítið misvísandi vegna þess að fjölgun ferðamanna var ágæt fyrstu mánuði ársins en svo eru menn að reyna að greina betur bókunarstöðuna og framhaldi,“ segir Sigurður Ingi við mbl.is.

Sigurður Ingi segir ekkert skrýtið að í ljósi þess að þeir gestir sem koma til landsins eru að koma frá löndum þar sem kaupmátturinn fari þverrandi.

„Þetta fólk ákveður að dvelja skemur á landinu okkar sem er dýrt og eyða þar að leiðandi minna. Það er ekki augljóst að það verði veruleg fækkun ferðamanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert