Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.
Þátturinn var sýndur klukkan 14 í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að neðan, á Spotify og eða Youtube, og er hann öllum aðgengilegur.
Þjarmað var að Bjarna um ríkisstjórnarsamstarfið, ríkisfjármálin, nýkjörinn forseta, hvalveiðar og hælisleitendamál, svo eitthvað sé nefnt.
Stór mál hafa beðið afgreiðslu í þinginu undanfarið en ný yfirstaðnar forsetakosningar höfðu áhrif á störf þingmanna og ríkisstjórnar sem nú er sögð hanga á bláþræði eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur.
Knúið var á um svör um stjórnarsamstarfið, framtíðar stjórnarmynstur og hvort búast megi við að boðað verði til kosninga á komandi misserum vegna þeirrar óeiningar sem virðist þrífast innan ríkisstjórnarinnar.
Yfirferð á helstu fréttum vikunnar var að vanda á sínum stað. Var það í höndum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi ráðherra og Söndru Hlífar Ocares varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fara yfir það sem komst í hámæli í líðandi viku.
Fylgstu með spennandi samfélagsumræðu í Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is.