Spursmál: Er Bjarni Ben á pólitísku jarðsprengjusvæði?

Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru …
Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.

Þátturinn var sýndur klukkan 14 í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að neðan, á Spotify og eða Youtube, og er hann öllum aðgengilegur.

Mun ríkisstjórnin halda út?

Þjarmað var að Bjarna um ríkisstjórnarsamstarfið, ríkisfjármálin, nýkjörinn forseta, hvalveiðar og hælisleitendamál, svo eitthvað sé nefnt.

Stór mál hafa beðið afgreiðslu í þinginu undanfarið en ný yfirstaðnar forsetakosningar höfðu áhrif á störf þingmanna og ríkisstjórnar sem nú er sögð hanga á bláþræði eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur.

Knúið var á um svör um stjórnarsamstarfið, framtíðar stjórnarmynstur og hvort búast megi við að boðað verði til kosninga á komandi misserum vegna þeirrar óeiningar sem virðist þrífast innan ríkisstjórnarinnar.

Rýnt í fréttir vikunnar

Yfirferð á helstu fréttum vikunnar var að vanda á sínum stað. Var það í höndum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi ráðherra og Söndru Hlífar Ocares varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fara yfir það sem komst í hámæli í líðandi viku.

Fylgstu með spennandi samfélagsumræðu í Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka