„Staðföst í því að standa með Grindvíkingum“

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra ræðir við fréttamenn eftir fund ríkisstjórnarinnar …
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra ræðir við fréttamenn eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum alveg staðföst í því að standa með Grindvíkingum og við höfum trú á því verkefni sem við erum með í gangi.“

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra við blaðamenn eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun þegar hann var inntur eftir fjárútlátum tengd Grindavík og hvort þau séu að komin að endamörkum.

„Þetta er tímabundinn stuðningur og við búumst við því að þetta gangi yfir á einhverjum tímapunkti. Við heyrum alveg að það eru mismunandi skoðanir jarðfræðinga á því en miðað við allt þá ætlum við að styðja við íbúana í Grindavík til að komast í gegnum þetta,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að stærstu fjárútlátin tengjast uppkaupum á húsnæði fólks en það séu einnig heilmikil stuðningsaðgerð í kringum fólkið og fyrirtækin í bænum.

„Ég held að við séum það öflugt samfélag að við getum gert þetta. Við höfum sótt fjárheimildir til þingsins í fjáraukalögum og erum að því enn. Við höfum sýnt fram á þetta hefur ekki þannig áhrif á afkomu ríkissjóðs á þessu ári.“

Um hvort frekari lántöku í tengslum við Grindavík sé nauðsynleg segir Sigurður Ingi:

„Við höfum gert þetta í áföngum. Við fengum lánveitendur með okkur inn í verkefni Þórkötlu sem er langstærsta verkefnið. Við erum með hluta af því sem við leggjum fram sem eigið fé meðal annars með því að nýta eignir Náttúruhamfaratrygginga og svo munum við þurfa að draga einhverjar lánalínur. Eitt af því sem við höfum sótt um var lán til Þróunarbanka Evrópu en það er meiri varúðarráðstöfun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka