Þjóðfána Íslands flaggað um miðja nótt

Íslenski fáninn á lofti.
Íslenski fáninn á lofti. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í nótt um að þjóðfána Íslands væri enn flaggað um miðja nótt.

Lögreglan, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, fór og kannaði málið og var fáninn haldlagður í kjölfarið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal þjóðfáninn ekki vera uppi lengur en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert