Willum: Álit SKE „til skoðunar“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum með þetta til skoðunar út frá því sem segir í álitinu,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um álit Samkeppniseftirlitsins varðandi greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands við Intuens Segulómun ehf.

Samkeppniseftirlitið beindi til­mæl­um til heil­brigðisráðherra og Sjúkra­trygg­ing­a Íslands um að grípa yrði til aðgerða til að stuðla að bættri sam­keppni á markaði fyr­ir mynd­grein­ing­ar utan sjúkra­húsa.

Taldi eftirlitið engar málefnalegar ástæður hjá Sjúkratryggingum að semja ekki við Intuens um greiðsluþátttöku. Blaðamaður mbl.is ræddi við heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. 

Getur þú brugðist við með því að beina því til Sjúkratrygginga Íslands að semja við Intuens?

„Það er eitthvað sem þarf að meta, hvað felst í þessu áliti. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem að semja“ svarar Willum.

Intuens býr yfir einu fullkomnasta segulómunartæki á Íslandi samkvæmt áliti Samkeppniseftirlitsins. Markaðurinn sem um ræðir er myndgreiningar utan sjúkrahúsa en Willum segir það liggja fyrir að fara eigi í einhverskonar útboð á markaðnum.

„Það þarf að skoða það í samhengi við álitið eins og það er,“ bætir Willum við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert